Færsluflokkur: Bloggar

Kominn tími á þetta.

Ég byrjaði að drekka löngu áður en ég hafði rétt til þess á menntaskólaárum. Margir jafnaldrar mínir höfðu byrjað fyrr en það. Áfengisaldurinn er of hár eins og hann er í dag og leiðir hann frekar til þess að unglingar sæki í t.d. landa. Mér finnst það pínu vandræðalegt fyrir fólk sem er gift og komið með barn að geta ekki keypt áfengi löglega. Eru foreldrarnir tilbúnir til að ala upp barn en ekki stjórna drykkju sinni?

Það að setja léttvín og bjór í verslanir finnst mér sniðugt því það hvetur fólk frekar til þess að kjósa það yfir sterkt áfengi. Ég gerði þau mistök alltof oft að drekka sterkt áfengi þegar ég kunni ekki mín takmörk. 

Og er ekki svolítið þreytt að koma alltaf með sömu tugguna að það þarf að gera hitt og þetta áður en að hugsa um þetta málefni. Einhvern tímann þurfa hlutirnir að gerast. 

Ef einhver svarar þá er forvitnilegt að heyra hvort viðkomandi hafi byrjað fyrir tilskilinn aldur.


mbl.is 18 ára megi kaupa áfengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Dirge

Höfundur

Helgi Heiðar Steinarsson
Helgi Heiðar Steinarsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband